Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 05. mars 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Milliriðillinn hjá U19 mögulega færður innan Ítalíu
U19 ára landslið Íslands á æfingu.
U19 ára landslið Íslands á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 ára landslið karla á síðar í þessum mánuði að spila í milliriðli fyrir EM en riðillinn á að fara fram í Vicenza og Treviso á Ítalíu.

Um er að ræða borgir í Norður-Ítalíu en þar hafa margir smitast af kórónu veirunni undanfarnar vikur.

Að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, er nú til skoðunar að færa milliriðilinn á annan stað á Ítalíu.

„Við bíðum frekari frétta af því móti," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

Auk Íslands og Ítalíu eru Noregur og Slóvenía í milliriðlinum en sigurliðið fer áfram í lokakeppnina á Norður-Írlandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner