Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
   fös 05. mars 2021 23:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Höggi Gunnlaugs eftir sigur á Fjölni: Staðan er flott
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Fjölnir og Breiðablik í Lengjubikarnum en þar enduðu leikar 1-3 fyrir Blika og var sigurinn sannfærandi. Mörk Breiðablik skoruðu Oliver Sigurjónsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Mark Fjölnis skoraði Baldur Sigurðsson.

"Gott að sigra, margt mjög flott í leiknum, við vorum þolinmóðir en hefðum mátt nýta færin betur og stöðurnar sem við erum að komast í sóknarlega, alltaf hægt að bæta einhvað hér og þar en í heildina er ég bara sáttur" Sagði Höskuldur fyrirliði Blika í viðtali eftir leik.

Spilað var á gervigrasinu inn í Egilshöll sem knattspyrnuþjálfarar landsins hafa ekki farið fögrum orðum um, voru Blikar smeykir að fara spila í Egilshöll?

"Nei nei við sáum að völlurinn var bara nokkuð vel vökvaður og við gátum ekkert kvartað yfir þessu og fannst mér bara grasið flott í kvöld"


Hvernig er staðan á leikmannahópi Blika að mati fyrirliðans?

"Hún er bara góð í heildina, smá meiðsli hér og þar, einhver skakkaföll, Róbert fékk höfuðhögg á landsliðsæfingu en þetta "bounce-ar" til baka og svo eru aðrir bara með einhver smá meiðsli en staðan er flott"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner