Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 05. apríl 2020 22:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Kaka: Ronaldo er frábær en ég vel Messi
Brasilíumaðurinn Kaka sat fyrir svörum á Instagram reikningi Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, þar gátu fylgjendur sent inn spurningar sem Kaka svaraði eftir bestu getu.

Þar fékk Kaka spurningu sem oft er spurð. Hann var spurður hvor leikmaðurinn væri betri, Cristano Ronaldo eða Lionel Messi.

„Ég spilaði með Cristano (Ronaldo) og hann er klárlega frábær leikmaður, en ég verð að segja Messi," sagði Kaka.

„Hann (Messi) er algjör snillingur með ótrúlega hæfileika, það er ótrúlegt að fylgjast með honum á vellinum."

Þó að Messi hafi orðið fyrir valinu hjá Kaka gat hann ekki annað en hrósað Ronaldo líka.

„Cristano (Ronaldo) er algjör vél, hann er ekki aðeins líkamlega sterkur og góður fótboltamaður, hann er einnig með frábært hugarfar. Hann vill alltaf spila og vinna, hann vill vera bestur, hugarfar hans er ótrúlegt," sagði hinn 37 ára gamli Kaka sem er frægastur fyrir tíma sinn hjá Real Madrid og AC Milan.

Athugasemdir