Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 05. apríl 2020 17:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
UEFA vill klára Evrópukeppnirnar í síðasta lagi 3. ágúst
Framhaldið í Evrópukeppnunum, Meistaradeildinni og Evrópudeildinni, er í óvissu líkt og í flest öllum deildum Evrópu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Aleksander Ceferin forseti UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins, hefur nú staðfest að 3. ágúst sé dagurinn sem miðað sé við að keppnunum ljúki í síðasta lagi.

„Keppni í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni má ekki dragast lengur en til 3. ágúst," sagði Ceferin í samtali við þýska fjölmiðilinn ZDF.

Líklegt þykir að breyting verði gerð á fyrirkomulaginu í bæði Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Það er þó ekkert staðfest í þeim efnum hvernig útfærslan á keppnunum verður nákvæmlega.
Athugasemdir
banner
banner