Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   fös 05. apríl 2024 14:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Már tilkynntur hjá ÍA í næstu viku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson verður tilkynntur sem nýr leikmaður ÍA í næstu viku.

Frá þessu greindi Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, á fréttamannafundi Vals í dag. Fréttamannafundurinn var haldinn í dag til þess að hita upp fyrir leik Vals og ÍA á sunnudag.

Það hefur legið fyrir í talsverðan tíma að Rúnar Már myndi semja við ÍA en hann var einmitt líka orðaður við Val þar sem hann lék síðast þegar hann var á Íslandi.

Rúnar Már er 33 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Tindastól og lék svo með Ými, HK og Val áður en hann hélt erlendis í atvinnumennsku árið 2013.

Erlendis hefur hann leikið með Zwolle, Sundsvall Grasshoppers, St. Gallen, Astana, Cluj og síðast Voluntari. Alls voru landsleikirnir 32 og mörkin tvö.

Hann er að koma til baka eftir að hafa farið í aðgerð fyrr í vetur.
Athugasemdir
banner
banner