Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. maí 2021 09:40
Elvar Geir Magnússon
Man Utd tilbúið að gera 90 milljóna punda boð í Kane
Powerade
Harry Kane á Old Trafford?
Harry Kane á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Sol Campbell.
Sol Campbell.
Mynd: Getty Images
Achraf Hakimi.
Achraf Hakimi.
Mynd: Getty Images
Emi Buendia.
Emi Buendia.
Mynd: Getty Images
Massimo Allegri.
Massimo Allegri.
Mynd: Getty Images
Kane, Johnstone, Sterling, Bale, Sancho, Buendia, Kante og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Eigendur Manchester United eru tilbúnir að gera 90 milljóna punda tilboð í Harry Kane (27), sóknarmann Tottenham og fyrirliða enska landsliðsins. Glazer bræður vonast til að draga úr óánægju stuðningsmanna. (Sun)



Ásamt Tottenham og West Ham vill Manchester United fá enska markvörðinn Sam Johnstone (28) frá West Brom. Man Utd vill fá hann til að fylla skarð David de Gea (30) sem fer væntanlega í sumar. (ESPN)

Johnstone vill frekar fara til West Ham en Man Utd þar sem hann vill vera aðalmarkvörður. Ole Gunnar Solskjær gæti í staðinn snúið sér að Tom Heaton (35) hjá Aston Villa. (Star)

West Brom mun fara fram á 20 milljónir punda fyrir Johnstone ef (þegar) liðið fellur í Championship-deildina. (Telegraph)

Sol Campbell er meðal manna sem hafa sótt um að taka við enska U21 landsliðinu. Campbell hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Southend United í júní 2020. (Sun)

Real Madrid hefur áhuga á að fá Raheem Sterling (26) sem gæti mögulega yfirgefið Etihad fyrir 75 milljónir punda. (Football Insider)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, vill fá velska sóknarmanninn Gareth Bale (31) sem er hjá Tottenham á láni frá Real Madrid út tímabilið. (El Chiringuito)

Chelsea gæti barist við Manchester United og Liverpool um að fá Jadon Sancho (21) eftir að Borussia Dortmund lækkaði verðmiðann á honum. (Bild)

Þýska félagið mun biðja um 85 milljónir punda fyrir Sancho en það er enn hærra verð en Manchester United vill borga. (Eurosport)

Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund, segir að það sé munnlegt samkomulag við Sancho að leyfa honum að fara í sumar. (ARD)

Leeds United hefur áhuga á hollenska vængmanninum Noa Lang (21) hjá Club Brugge. (Telegraph)

Það eru tveir mánuðir eftir af samningi David Luiz (34) við Arsenal en umboðsmaður hans er að leita að nýju félagi. Félögum í Bandaríkjunum hefur verið boðin þjónusta hans. (CBS Sports)

Bayern München hefur áhuga á Achraf Hakimi (22), leikmanni Inter. Arsenal hefur einnig áhuga. (Express)

Tottenham mun leita að öðrum sóknarmanni í sumar en félagið mun ekki nýta sér ákvæði um að kaupa Carlos Vinicius (26) frá Benfica. Vinicius er á lánssamningi hjá Spurs. (Sky Sports)

Emi Buendia (24), miðjumaður Norwich, er eftirsóttur. Leeds íhugar að gera tilboð í Argentínumanninn. Þá hefur hann verið orðaður við Arsenal, Aston Villa, Crystal Palace og West Ham. Einnig hafa spænsku félögin Atletico Madrid, Sevilla og Villarreal sýnt áhuga. (Footmercato)

Hollenski vængmaðurinn Anwar El Ghazi (26) verður áfram hjá Aston Villa á næsta tímabil. Dean Smith vildi ekki gera hann fáanlegan fyrir sölu. (Football Insider)

Massimo Moratti, forseti Inter, vill fá N'Golo Kante (30) frá Chelsea fyrir ítölsku titilvörnina næsta tímabil. (Sky Sport Italia)

Borussia Dortmund hefur áhuga á Alex Oxlade-Chamberlain (27) hjá Liverpool. (Fichajes - in Spanish)

Barcelona hefur haft samband við talsmenn brasilíska miðjumannsins Gerson (23) hjá Flamengo. (ESPN)

Massimiliano Allegri (53) er orðaður við endurkomu til Juventus. Þá er Real Madrid talið mögulegur áfangastaður. (Tuttosport)

Roma og Inter vilja fá úrúgvæska miðjumanninn Nahitan Nandez (25) hjá Cagliari. (Calciomercato)

Bayern München er að vinna kapphlaupið um ensa miðjumanninn Carney Chukwuemeka (17) hjá Aston Villa. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner