
Það var stór stund á Laugardalsvellinum á laugardaginn fyrir leik Íslands og Noregs þegar leikmenn beggja landsliðs leiddu inn á völlinn, nemendur úr Klettaskóla sem öll eiga það sameiginlegt að vera fötluð.
Einn af nemendunum sem leiddur var inn á völlinn af miðjumanninum, Emil Hallfreðssyni er sonur Ólafs Inga Skúlasonar landsliðsmanns.
Einn af nemendunum sem leiddur var inn á völlinn af miðjumanninum, Emil Hallfreðssyni er sonur Ólafs Inga Skúlasonar landsliðsmanns.
„Þetta var mjög flott, þetta var frábært. Þetta var æðislegt bæði fyrir krakkana og foreldra þeirra,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason fyrir æfingu hjá íslenska landsliðinu í morgun
„Þetta var flott gert hjá KSÍ, krakkarnir nutu þess. Þetta var alveg frábært.“
„Strákurinn minn var mjög ánægður, hann var mjög hrifinn af því að hafa sést í sjónvarpinu og mjög glaður með þetta, þau öll held ég. Það voru allir mjög ánægðir með þetta,“ sagði Ólafur Ingi spurður út í upplifunina.
Viðtalið sem tekið var við Ólaf fyrir æfinguna í dag má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir