Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
banner
   lau 20. september 2025 22:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Juventus tapaði sínum fyrstu stigum - Pulisic stórkostlegur
Mynd: EPA
Christian Pulisic átti frábæran leik þegar AC Milan vann Udinese í ítölsku deildinni í kvöld.

Pulisic var tæpur fyrir síðasta leik gegn Bologna þar sem liðið vann 1-0. Hann kom inn á sem varamaður. Hann var hins vegar mættur í byrjunarliðið í kvöld og var stórkostlegur.

Hann sá til þess að Milan var með forystuna í hálfleik. Hann lagði síðan upp annað mark liðsins strax í upphafi seinni hálfleiks á Youssouf Fofana.

Pulisic bætti síðan við þriðja marki Milan stuttu síðar en var svo tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.

Juventus vann fyrstu þrjá leiki sína en missteig sig gegn Verona í dag. Cremonese og Napoli fá tækifæri á því að komast á toppinn um helgina upp fyrir Juventus.

Udinese 0 - 3 Milan
0-1 Christian Pulisic ('40 )
0-2 Youssouf Fofana ('46 )
0-3 Christian Pulisic ('53 )

Verona 1 - 1 Juventus
0-1 Francisco Conceicao ('19 )
1-1 Gift Orban ('44 , víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Juventus 4 3 1 0 8 4 +4 10
2 Milan 4 3 0 1 7 2 +5 9
3 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
4 Cagliari 4 2 1 1 5 3 +2 7
5 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
6 Udinese 4 2 1 1 4 5 -1 7
7 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
8 Bologna 4 2 0 2 3 3 0 6
9 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
10 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
11 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
12 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
13 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Verona 4 0 3 1 2 6 -4 3
16 Genoa 4 0 2 2 2 4 -2 2
17 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 4 0 1 3 2 8 -6 1
Athugasemdir
banner