Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þriðji sigurinn í röð hjá Hirti - Elías Rafn hafði það náðugt í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Elías Rafn Ólafsson var á sínum stað í markinu þegar Midtjylland vann sigur gegn Viborg í dönsku deildinni í dag.

Midtjylland var með öll völd á vellinum en bæði mörkin í 2-0 sigri komu undir lok leiksins. Þetta var rólegur dagur á skrifstofunni fyrir Elías Rafn en Viborg náði ekki neinu einasta skoti á markið. Midtjylland er á toppnum með 18 stig, stigi á undan AGF sem á leik til góða.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Volos sem lagði Asteras Tripolis 2-1 í grísku deildinni. Þetta var annar sigur liðsins í röð í deildinni en liðið vann einnig bikarleik á dögunum. Liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir í 5. sæti.

Hákon Arnar Haraldsson spilaði 59 mínútur þegar Lille tapaði 3-0 gegn Lens í frönsku deildinni. Lille er í 3. sæti með tíu stig eftir fimm umferðir.

Kolbeinn Finnsson var ónotaður varamaður í 1-0 tapi Utrecht gegn Sittard í efstu deild í Hollandi. Utrecht er í 8. sæti með 9 stig eftir sex umferðir. Helgi Fróði Ingason var ónotaður varamaður i 3-1 tapi Helmond gegn Vitesse í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er í 13. sæti meeð sjö stig eftir sjö umferðir.

Gísli Gottskálk Þórðarson kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri Lech Poznan gegn Termalica í pólsku deildinni. Lech er í 6. sæti með 13 stig eftir sjö umferðir.

Hinrik Harðarson var ónotaður varamaðu þegar Odd vann Asane 2-0 í næst efstu deild í Noregi. Odd er í 10. sæti með 27 stig eftir 23 umferðir.

Guðmundur Þórarinsson var ónotaður varamaður þegar Noah gerðii 2-2 jafntefli gegn Arart-Armenia í efstu deild í Armeníu. Noah er í 4. sæti með 10 stig eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner