Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. júní 2019 18:23
Ívan Guðjón Baldursson
Ragnar Sigurðsson sagður vera í viðræðum við Roma
Mynd: Getty Images
Rómverski fjölmiðillinn Tele Radio Stereo fjallar mikið um AS Roma og leikmannamál þeirra þessa dagana.

Þar er haldið fram að Roma sé í viðræðum við Ragnar Sigurðsson. Fréttamenn miðilsins staðfesta að Ragnar og umboðsmaður hans, Martin Dahlin, hafi verið í Róm fyrr í vikunni.

Ragnar er lykilmaður í liði Rostov í Rússlandi. Hann gekk í raðir félagsins í janúar í fyrra og er í dag varafyrirliði.

Ragnar verður 33 ára í sumar og er því væntanlega hugsaður sem skammtímalausn fyrir Roma, sem endaði í 6. sæti ítölsku deildarinnar.

Þessi mikli varnarjaxl á 86 A-landsleiki að baki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner