Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 20:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Freiburg með óvæntan sigur á Gladbach
Rautt spjald fór á loft í leik Freiburg og Gladbach.
Rautt spjald fór á loft í leik Freiburg og Gladbach.
Mynd: Getty Images
Freiburg 1 - 0 Borussia M.
1-0 Nils Petersen ('59 )
Rautt spjald: Alassane Plea, Borussia M. ('68)

Freiburg vann nokkuð óvæntan sigur gegn Borussia Mönchengladbach þegar liðin áttust við í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Marcus Thuram og Allasane Plea sýndu ekki sínar bestu hliðar í leiknum fyrir Gladbach og fékk Plea rautt spjald í síðari hálfleiknum, um tíu mínútum eftir að Nils Petersen hafði komið heimamönnum í Freiburg yfir.

Mark Petersen reyndist nóg fyrir Freiburg til að fara með sigur af hólmi í leiknum.

Freiburg er áfram í áttunda sæti, en núna aðeins einu stigi frá Hoffenheim sem er í sjöunda sæti. Borussia Mönchengladbach er í fjórða sæti, en gæti misst Meistaradeildarsæti sitt til Bayer Leverkusen á morgun.

Sandra María í tapliði - Rúrik ekki með
Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen sem tapaði 4-1 á útivelli gegn Hoffenheim í úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi.

Leverkusen hefur tapað báðum leikjum sínum frá því að þýska úrvalsdeildin hófst aftur eftir kórónuveirufaraldurinn. Bayer Leverkusen er í tíunda sæti af 12 liðum.

Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem vann 2-1 sigur á Greuther Fürth í þýsku B-deildinni. Rúrik á í deilum við félagið og fær ekki að spila.
Athugasemdir
banner
banner
banner