Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. júní 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Weghorst á óskalista Everton eftir lánsdvölina hjá Man Utd
Wout Weghorst.
Wout Weghorst.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur áhuga á því að kaupa hollenska sóknarmanninn Wout Weghorst í sumar.

Frá þessu greinir Talksport.

Weghorst hefur verið á láni hjá Manchester United seinni hluta tímabilsins þar sem hann skoraði tvö mörk í 31 leik.

Weghorst átti ekki sinn besta tíma hjá Man Utd og verður ekki áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Hann er samningsbundinn Burnley en það er ólíklegt að hann verði áfram þar.

Weghorst, sem er þrítugur, kom til Burnley í janúar 2022 eftir að hafa leikið vel með Wolfsburg í Þýskalandi.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í sumar en Everton hefur víst áhuga á leikmanninum. Everton rétt náði að bjarga sér frá falli á tímabilinu sem var að líða.
Athugasemdir
banner
banner
banner