Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. júlí 2020 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Myndi þá bara frekar spila tennis"
Sergio Ramos.
Sergio Ramos.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos skoraði sigurmark Real Madrid úr vítaspyrnu gegn Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni þennan sunnudaginn.

Ramos, fyrirliði Madrídinga, hefur verið iðinn við kolann í undanförnum leikjum. Ramos, sem er varnarmaður, hefur skorað fimm mörk í síðustu leikjum.

Ramos er mikill spyrnusérfræðingur og tekur vítaspyrnur Real Madrid. Hann hugsar bara um liðið sem er á góðri leið með að verða spænskur meistari.

„Það eina sem ég hugsa um eru stigin þrjú," sagði Ramos eftir sigurinn á Athletic Bilbao í dag.

„Að mér sé hrósað er í öðru sæti hjá mér. Ég vil að liðið nái markmiðum sínum og fái þrjú stig í hverjum einasta leik. Sem betur fer erum við að ná góðum úrslitum núna."

„Ef ég væri í þessu til að einstaklingsviðurkenningar þá myndi ég bara frekar spila tennis. Þetta er mjög falleg íþrótt, liðsíþrótt."
Athugasemdir
banner
banner