Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 05. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wolfsburg bikarmeistari eftir geggjaðan úrslitaleik
Kvenaboltinn
Wolfsburg varð í gær bikarmeistari kvenna í Þýskalandi eftir sigur á SGS Essen í vítaspyrnukeppni.

Þetta er ekki nema í sjötta sinn í röð sem Wolfsburg vinnur keppnina.

Leikurinn var hinn fjörugasti. SGS Essen komst yfir stuttu eftir að flautað var til leiks og leiddi að loknum fyrri hálfleiknum, 2-1. Wolfsburg tók forystuna 3-2 þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en SGS Essen jafnaði svo í uppbótartíma.

Það þurfti framlengingu og vítaspyrnukeppni til að útkljá sigurvegara. Wolfsburg vann 4-2 í vítaspyrnukeppninni.

Sara Björk Gunnarsdóttir lék ekki með Wolfsburg í úrslitaleiknum. Hún er að ganga í raðir franska stórliðsins Lyon.

Wolfsburg er líka deildarmeistari í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner