Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
„Besti leikmaður í heimi" - Allt öðruvísi að vera með Seger í liði
Caroline Seger.
Caroline Seger.
Mynd: EPA
Í leik á móti Íslandi.
Í leik á móti Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir, tvær af miðvörðum landsliðsins, mættu í skemmtilegt hlaðvarp hér á síðunni á sunnudagskvöld þar sem þær fór um víðan völl.

Þær voru meðal annars spurðar út í Caroline Seger, fyrirliða sænska landsliðsins, sem þær hafa báðar spilað með hjá Rosengård.

„Ég var búin að spila á móti henni mjög oft áður en ég fer í Rosengård. Ég vissi hver hún var og hafði oft heyrt um hana. Mér fannst hún ekki frábær. Ég hugsaði að hún væri allt í lagi leikmaður, rosa hæp í kringum hana. Svo spilaði ég með henni og þetta er besti leikmaður sem ég hef spilað með,” sagði Glódís.

„Mér finnst hún vera besti leikmaður í heimi.”

Guðrún, sem spilar með henni núna, er sammála. „Ég er nákvæmlega sammála. Þegar þú spilaðir á móti henni þá hugsaðirðu að hún væri góður leikmaður, en maður fattar ekki fyrr en maður spilar með henni hversu mikil gæði hún er með; hreyfingarnar, hvernig hún heldur í boltann og spilar honum frá sér. Hún er ótrúlega góð. Þú ert einhvern veginn svo örugg sem hafsent þegar þú spilar með henni.”

Seger er orðin 37 ára, en er hvergi nærri hætt. „Persónuleikinn hennar er frábær líka. Það skipar allir máli í hennar augum. Það er 17 ára stelpa í liðinu okkar og það er Seger sem fer og segir við hana: ‘Hvernig gekk í þýskuprófinu? Þú færð pottþétt tíu!’ Hún er ekkert yfir aðra hafin og er ótrúlega vingjarnleg.”

„Hún gerir samt gríðarlegar kröfur til allra á vellinum,” sagði Glódís. „Það finnst mér svo frábært við hana, að hún geti verið þessi karakter fyrir utan en um leið og hún er komin inn á völlinn, þá er ekkert kjaftæði… mér finnst hún frábær leiðtogi og hún er besti leikmaður sem ég hef spilað með og hún verður örugglega besti leikmaður sem ég hef nokkurn tímann spilað með.”

Allt hlaðvarpið má hlusta á hér að neðan.
Miðverðirnir fá sviðsljósið - Glódís og Guðrún í spjalli fyrir EM
Athugasemdir
banner
banner
banner