Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. júlí 2022 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Brynjar náði í fyrsta sigurinn með Örgryte
Brynjar Björn gat leyft sér að fagna fyrsta sigrinum
Brynjar Björn gat leyft sér að fagna fyrsta sigrinum
Mynd: Guðmundur Svansson
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Örgryte í Svíþjóð, vann fyrsta leik sinn með liðinu er það lagði Örebro, 2-0, í sænsku B-deildinni í kvöld.

Brynjar tók við Örgryte um miðjan maí og tapaði fyrsta leiknum en liðið gerði svo þrjú jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom í kvöld.

Ajdin Zeljkovic gerði bæði mörk Örgryte í leiknum en fyrra markið var skorað á 13. mínútu og svo kom síðara undir lok leiks.

Brynjar hefur beðið lengi eftir þessum fyrsta sigri og loks kom hann en Örgryte er nú í 14. sæti deildarinnar með 8 stig og er komið upp úr botnsætinu.

Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn í vörn Örebro en lið hans er í 10. sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner