Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando City þegar liðið heimsótti Charlotte í bandarísku MLS deildinni í nótt.
Leikurinn byrjaði illa fyrir Orlando en liðið var tveimur mörkum undir eftir rúmlega klukkutíma leik. Stuttu eftir seinna markið var Dagur tekinn af velli.
Leikurinn byrjaði illa fyrir Orlando en liðið var tveimur mörkum undir eftir rúmlega klukkutíma leik. Stuttu eftir seinna markið var Dagur tekinn af velli.
Aðeins þremur mínútum síðar náðu hans menn að minnka muninn og jöfnuðu síðan metin þegar tíu mínútur voru eftir og þar við sat.
Inter Miami byrjaði að spila aftur í deildinni í nótt eftir að hafa fallið úr leik á HM félagsliða. Lionel Messi skoraði tvennu og lagði upp eitt í 4-1 sigri liðsins gegn Montreal CF. Luis Suarez lagði upp annað af mörkum Messi.
Orlando er í 5. sæti Austurdeildarinnar með 34 stig eftir 21 umferð. Inter Miami er í 6. sæti meeð 32 stig en liðið hefur aðeins leikið 17 umferðir.
Athugasemdir