Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM kvenna í dag - Ísland mætir heimakonum í mikilvægum leik
Kvenaboltinn
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Íslenska landsliðið spilar annan leik sinn á EM kvenna í kvöld en liðið mætir heimakonum frá Sviss.

Fyrsti leikurinn var mjög svekkjandi þar sem liðið tapaði gegn Finnlandi. Liðið verður án Hildar Antonsdóttur gegn Sviss þar sem hún tekur út leikbann og þá er Glódís Perla Viggósdóttir tæp eftir veikindi.

Ljóst er að sigur í kvöld er mjög mikilvægur til að eiga möguleika á að komast áfram.

Noregur og Finnland eigast við í hinum leiknum í riðlinum. Finnar eru með þrjú stig eins og Noregur sem lagði Sviss í fyrstu umferð.

sunnudagur 6. júlí

Landslið kvenna - EM 2025
16:00 Noregur-Finnland (Stade de Tourbillon)
19:00 Sviss-Ísland (Wankdorf Stadium)

Landslið kvenna - EM 2025
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Noregur 1 1 0 0 2 - 1 +1 3
2.    Finnland 1 1 0 0 1 - 0 +1 3
3.    Sviss 1 0 0 1 1 - 2 -1 0
4.    Ísland 1 0 0 1 0 - 1 -1 0
Athugasemdir