Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur verið gagnrýndur fyrir að mæta ekki á jarðaför landa síns, Diogo Jota og bróður hans Andre Silva sem fram fór í gær.
Bræðurnir létust í hræðilegu bílslysi aðfaranótt fimmtudags á Spáni en Jota var á leið í ferju á leið til Englands þegar slysið varð.
Bræðurnir létust í hræðilegu bílslysi aðfaranótt fimmtudags á Spáni en Jota var á leið í ferju á leið til Englands þegar slysið varð.
Fjölmiðlar greindu frá því að Ronaldo hafi ekki viljað mæta á jarðaförina þar sem hann var hræddur um að athygli fjölmiðla yrði allt of mikið á honum frekar en á athöfninni sjálfri.
Portúgalskir landsliðsmenn á borð við Bernardo Silva, Diogo Dalot, Joao Cancelo og Ruben Neves voru viðstaddir jarðaförina ásamt liðsfélögum Jota hjá Liverpool.
Fjölmiðlamenn og stuðningsmenn hafa gagnrýnt ákvörðun Ronaldo og segja hana óásættanlega. Katia Aveiro, systir Ronaldo, hefur komið honum til varnar.
„Þegar faðir minn dó. Auk sársauka missisins þurftum við að takast á við flóð af myndavélum og forvitnum áhorfendum í kirkjugarðinum og alls staðar þar sem við fórum,“ skrifaði hún.
„Varðandi sársauka/fjölskyldu og alvöru stuðning. Þú veist aldrei hvað það þýðir þangað til þú gengur í gegnum þetta. Ef einhver sendir mér skilaboð og gagnrýnir eitthvað sem bróðir minn gerir mun ég hundsa það, þeir munu aðeins gera það einu sinni."
Athugasemdir