Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Pressandjournal.co.uk 
Kjartan Már: Aðalmarkmiðið er að spila fyrir A-landsliðið
Mynd: Aberdeen
Hinn 18 ára gamli Kjartan Már Kjartansson gekk til liðs við Aberdeen í Skotlandi frá Stjörnunni á dögunum. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víking, lék með Aberdeen á sínum tíma. Kjartan var í viðtali hjá breska miðlinum Press and Journal og þar var hann spurður út í Kára.

„Ég veit mikið um Kára og hann var goðsögn á Íslandi á EM 2016 og HM 2018. Það þekkja allir Kára á Íslandi, hann er goðsögn. Það var ekki spurning að koma hingað þar sem þetta er frábært skref fyrir ferilinn. Skoska deildini hentar mér vel," sagði Kjartan.

Kjartan hefur leikið 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af einn leik fyrir U21 landsliðið. Hann ætlar sér alla leið.

„Það er heiður að spila fyrir Ísland. Aðal markmiðið hjá mér er að spila fyrir aðalliðið. Við sjáum bara til hvernig það fer. Það eru margir spennandi leikmenn að koma upp á Íslandi núna, sérstaklega hjá mínum fyrrum félögum í Stjörnunni sem eru mjög góðir í að selja leikmenn erlendi. Það eru margir efnilegir á Íslandi að koma upp og það verður bara betra fyrir landsliðið," sagði Kjartan.
Athugasemdir
banner