Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 05. ágúst 2018 09:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Get ekki eyðilagt gluggadaginn
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Það er gluggadagur í Englandi á fimmtudaginn og líklegt er að það muni eitthvað gerast á skrifstofu Liverpool.

Jurgen Klopp er búinn að vera duglegur að styrkja sitt lið. Liverpool gerði Alisson að dýrasta markverði sögunnar og þá er félagið líka búið að fá miðjumennina Naby Keita og Fabinho, og kantmanninn Xherdan Shaqiri.

Klopp segir að hópurinn sinn sé of stór og hann býst við því að leikmenn séu á förum.

„Þetta eru allt stórkostlegir strákar. Hópurinn er of stór, það er satt, en við munum ekki selja leikmenn ódýrt," sagði Klopp og tók það fram að hann gæti jafnvel haldið öllum leikmönnunum og þá yrði bara tekist á við það.

En mun Klopp kaupa fleiri leikmenn?

„Ég get ekki eyðilagt gluggadaginn," sagði Klopp þá léttur. „Fólk situr allan daginn fyrir framan sjónvarpið og fylgist með hver er að kaupa og hver er að selja."
Athugasemdir
banner
banner
banner