Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   sun 19. maí 2024 13:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Thiago Silva: Stuðningsmennirnir fóru aldrei
Mynd: Getty Images

Thiago Silva leikmaður Chelsea yfirgefur félagið í sumar og gengur til liðs við uppeldisféelagið sitt Fluminense í Brasilíu.


Chelsea getur með sigri á Bournemouth í dag tryggt sér sæti í Evrópudeildinni en liðið hefur verið um miðja deild nær allt tímabilið. Silva segir að það sé ekki þar sem Chelsea á að vera.

„Ég er með skilaboð til leikmannana sem eru hjá félaginu í dag. Ég vona að þeir skilji að allt sem þeir gerðu til að komast til Chelsea sé þess virði," sagði Silva.

„Því það tímabil sem er í gangi núna er ekki Chelsea eins og við þekkjum það. Ég held að þeir verði að gera meira á næstu leiktíð. Ef þú skoðar leikina, stuðningsmennirnir fóru aldrei, við vorum í 8. og 9. sæti og stuðningsmennirnir voru alltaf til staðar."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner