Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   sun 19. maí 2024 11:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sá sjötti til að hafna Bayern
Roger Schmidt
Roger Schmidt
Mynd: EPA

Roger Schmidt er sjötti stjórinn til að hafna Bayern Munchen, þetta kemur fram á þýska miðlinum BILD.


Bayern hafnaði í 3. sæti þýsku deildarinnar er enn í leit að eftirmanni Thomas Tuchel.

Xabi Alonso, Julian Nagelsmann, Ralf Rangnick, Oliver Glasner og Tuchel sjálfur hafa allir hafnað því að stjórna liðinu á næstu leiktíð.

Tímabilið hefur verið rosaleg vonbrigði fyrir liðið en enginn titill skilaði sér. Liðið vann þýsku deildina 11 ár í röð en engu liði í Evrópu hefur tekist að vinna titilinn heima fyrir jafn oft í röð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner