Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 19. maí 2024 11:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Vil vita hvort Man City gerði eitthvað rangt
Mynd: EPA

Jurgen Klopp stjóri Liverpool stýrir liðinu í síðasta sinn í dag þegar liðið fær Wolves í heimsókn.

Klopp tókst ekki að vinna ensku úrvalsdeildina meeð Liverpool á sínu síðasta tímabili en Man City er með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina og getur unnið fjórða titil sinn í röð.


City hefur verið ákært fyrir 115 brot á fjármálareglum deildarinnar. Jurgen Klopp segist vilja fá svör við þeim ákærum.

„Allir vita af þessum 115 ákærum en ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir. Ég veit bara af þessari tölu. Sama hvað hefur gerst hjá Man City þá er Pep Guardiola besti stjóri í heimi, langbesti. Ef þú setur einhvern annan í þetta félag munu þeir ekki vinna deildina fjórum sinnum í röð," sagði Klopp.

„Þýðir það að þeir geta gert það sem þeir vilja? Nei. Ég veit ekki hvað þeir gerðu, ef það var eitthvað, ég ætla ekki að fara segja að þeir hafi gert eitthvað. Auðvitað væri ég til í að vita einn daginn (hvort City hafi gert eitthvað rangt). Það vilja allir vita það en ég verð einhvers staðar annars staðar."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner