Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 05. ágúst 2020 09:58
Magnús Már Einarsson
Henderson krefst þess að verða aðalmarkvörður
Powerade
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Branislav Ivanovic gæti verið á leið aftur í enska boltann.
Branislav Ivanovic gæti verið á leið aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin sofa aldrei þegar kemur að slúðri. Hér er pakki dagsins.



Aston Villa ætlar að bjóða Jack Grealish (24) nýjan samning upp á 100 þúsund pund í laun á viku til að koma í veg fyrir að hann fari til Manchester United. (Sun)

Manchester City hefur ekki spurst fyrir um Sergi Roberto (28) hægri bakvörð Barcelona þrátt fyrir sögusagnir þess efnis. (Manchester Evening News)

Dean Henderson (23) ætlar að krefjast þess að verða aðalmarkvörður Manchester United á undan David De Gea ef hann snýr aftur til félagsins eftir lánsdvöl frá Sheffield United. (Sun)

James Pallotta, eigandi Roma, hefur neitað að tjá sig um sögusagnir þess efnis að hann vilji kaupa Newcastle. (Northern Echo)

Liverpool er nálægt því að kaupa varnarmanninn Aissa Mandi (28) frá Real Betis. (Mail)

Burnley hefur sagt Leicester að varnarmaðurinn James Tarkowski (27) sé ekki til sölu fyrir minna en 50 milljónir punda. (Mail)

Branislav Ivanovic, fyrrum varnarmaður Chelsea, segist vera líklega á leið til Everton þar sem hann hittir fyrrum stjóra sinn Carlo Ancelotti. (Sun)

Liverpool, Crystal Palace og Wolves vilja öll fá kantmanninn Ismaila Sarr (22) frá Watford. (Watford Observer)

Ryan Fraser (26) hefur fengið samningstilboð frá Crystal Palace upp á 50 þúsund pund í laun á viku. Fraser er samningslaus en hann er á förum frá Bournemouth. (Mail)

Leeds vonast til að geta keypt varnarmanninn Marcos Senesi (23) frá Feyenoord. (Talksport)

Leicester hefur óskað eftir því að fá framherjann Francisco Trincao (20) á láni frá Barcelona næstu tvö tímabilin með möguleika á að kaupa hann á 45 milljónir punda. (Guardian)

Everton mun ekki fá framherjann Everton (24) frá Gremio. Everton hafð verið orðaður við nafna sína en hann er á leið til Benfica. (Goal)

Southampton hefur áhuga á Deyovaisio Zeefuik (22) varnarmanni Groningen en hann er sjálfur sagður spenntari fyrir því að fara til Þýskalands. (Southern Daily Echo)

Chelsea á meiri von á að fá Said Benrahma (24) kantmann Brentford eftir tap síðarnefnda liðsins gegn Fulham í gær í úrslitaleik í umspili. (Football London)

Eberechi Eze (22), framherji QPR, er á óskalistanum hjá bæði Crystal Palace og West Ham. (Evening Standard)

Angel Gomes (19) er farinn frá Manchester United til Lille í Frakklandi. (Metro)

Newcastle er að skoða Josh King (28) og David Brooks (23) leikmenn Bournemouth. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner