Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 05. ágúst 2020 23:34
Brynjar Ingi Erluson
Scholes: Fred og Lingard líklega á förum
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, telur að Fred og Jesse Lingard yfirgefi félagið í haust.

Lingard hefur gengið erfiðleika á þessari leiktíð en það var ekki fyrr en í lokaumferðinni sem hann skoraði fyrsta mark sitt á tímabilinu og þá gerði hann fyrra markið í dag.

Scholes er þó viss um að Lingard og Fred sé á förum en hann sagði frá því í viðtali á BT Sport. Fred fór af velli á sama tíma og Lingard í dag.

„Hann hefur ekki verið nógu góður upp á síðkastið. Að taka hann af velli eftir klukkutíma og hann mun pottþétt ekki byrja á mánudaginn. Þetta voru ákveðin skilaboð og líka með Fred, en hann gæti losað sig við þá," sagði Scholes.

„Ég veit hvað Lingard er fær um að gera en hann er bara orðinn varamaður sem fær tækifæri öðru hvoru. Það hafa verið mikið um meiðsli en Lingard fær samt ekki mörg tækifæri."

„Mér líkar vel við Jesse en ég get bara ekki séð hann spila mikið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner