Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 05. ágúst 2020 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Gullfallegt mark LASK Linz gegn Man Utd
Philipp Wiesinger, leikmaður LASK Linz frá Austurríki, skoraði frábært mark er hann kom liðinu yfir gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

LASK Linz tapaði fyrri leiknum 5-0 en Ole Gunnar Solskjær breytti liði sínu töluvert í dag.

Gestirnir frá Austurríki komust yfir í leiknum með stórbrotnu marki frá Philipp Wiesinger.

Hann tók boltann viðstöðulaust og þrumaði honum í hægra hornið, algerlega óverjandi fyrir Sergio Romero.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner