Philipp Wiesinger, leikmaður LASK Linz frá Austurríki, skoraði frábært mark er hann kom liðinu yfir gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.
LASK Linz tapaði fyrri leiknum 5-0 en Ole Gunnar Solskjær breytti liði sínu töluvert í dag.
Gestirnir frá Austurríki komust yfir í leiknum með stórbrotnu marki frá Philipp Wiesinger.
Hann tók boltann viðstöðulaust og þrumaði honum í hægra hornið, algerlega óverjandi fyrir Sergio Romero.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir