Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Brentford: Ótrúlega nálægt því að komast í úrvalsdeildina
Thomas Frank
Thomas Frank
Mynd: Getty Images
Thomas Frank, stjóri Brentford í ensku B-deildinni, var eðlilega sorgmæddur eftir 2-1 tap liðsins gegn Fulham í úrslitum umspilsins í gær en Fulham mun leika í úrvalsdeildina á komandi leiktíð.

Brentford átti magnað tímabil í ensku B-deildinni en félagið lék síðast í efstu deild árið 1947.

Said Benrahma og Ollie Watkins hafa verið afar öflugir með Brentford-liðinu og var liðið nálægt því að tryggja sig beint upp en slæm úrslit í lokaleikjum deildarinnar varð til þess að liðið þurfti að taka þátt í umspili.

„Ég vil byrja á því að óska Fulham, Scott Parker, þjálfaraliðinu og öllum sem tengjast félaginu til hamingju," sagði Frank.

„Það er auðvitað erfitt þegar maður tapar úrslitaleik á þennan hátt. Þetta var jafn leikur en ég er stoltur af mínum mönnum. Við höfum farið úr því að vera lið í miðjumoði og í lið sem var þriðja besta liðið í deildinni."

„Við erum ótrúlega nálægt því að komast í úrvalsdeildina sem er ótrúlegt afrek fyrir okkur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner