fim 05. ágúst 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Fofana er fótbrotinn - „Þetta er slæmur dagur en ég kem sterkari til baka"
Wesley Fofana
Wesley Fofana
Mynd: Getty Images
Wesley Fofana, leikmaður Leicester City á Englandi, verður líklega frá í að minnsta kosti sex mánuði eftir hræðilega tæklingu í 3-2 sigri á Villarreal í æfingaleik í gær.

Leicester var að spila síðasta æfingaleikinn fyrir komandi tímabil en Fofana braut á Fernando Nino, leikmanni Villarreal, er hann var að reyna að ná til knattarins.

Nino virtist taka því illa og persónulega. Hann hefndi sín næst þegar Fofana fékk boltann og fór í ruddalega tæklingu sem endaði með því að franski varnarmaðurinn var borinn af velli á sjúkrabörum.

Hann staðfestir á samfélagsmiðlum að hann hafi fótbrotnað en það gæti tekið sex mánuði áður en hann snýr aftur á völlinn.

„Hæ og takk fyrir öll skilaboðin. Þetta er slæmur dagur en ég er að spila fyrir stórkostlegt félag og er með frábæra lækna í kringum mig. Ég uppfæri ykkur um stöðuna eins og fljótt og mögulegt er en við vitum nú þegar að ég er brotinn á fæti. Ég kem fljótlega til baka og sterkari," sagði Fofana.


Athugasemdir
banner
banner
banner