Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 05. ágúst 2022 09:38
Elvar Geir Magnússon
Ísland aldrei verið eins ofarlega á styrkleikalista FIFA
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fer upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista kvennalandsliða. Ísland var í sautjánda sæti á síðasta lista en situr nú í því fjórtánda.

Íslenska liðið hefur aldrei verið svona ofarlega á FIFA listanum og fer meðal annars uppfyrir Ítalíu sem er í fimmtánda sætinu.

Bandaríkin eru áfram á toppi heimslistans en Þýskaland er komið upp í annað sætið. Þjóðverjar fóru upp um þrjú sæti en Svíþjóð er í þriðja sætinu.

Nýkrýndir Evrópumeistarar Englands eru í fjórða sæti og hafa farið upp um fjögur sæti.
Athugasemdir
banner
banner