Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. ágúst 2022 18:17
Brynjar Ingi Erluson
Maxwel Cornet til West Ham (Staðfest)
Maxwel Cornet er nýr leikmaður West Ham
Maxwel Cornet er nýr leikmaður West Ham
Mynd: Heimasíða West Ham
Fílabeinsstrendingurinn Maxwel Cornet er genginn til liðs við West Ham frá Burnley fyrir 17,5 milljónir punda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lundúnarliðinu í kvöld.

Cornet, sem er 25 ára gamall, kom til Burnley frá Lyon fyrir síðustu leiktíð og var með ljósu punktunum í annars slöku liði sem féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Mörg félög höfðu áhuga á því að fá Cornet í sumar en West Ham hafði betur í baráttunni við Everton, Newcastle United, Nottingham Forest og Fulham.

West Ham greiddi 17,5 milljón punda klásúlu leikmannsins og skrifaði hann svo undir fimm ára samning í kvöld.

Cornet er fimmti leikmaðurinn sem David Moyes fær í sumar á eftir Alphonse Areola, Flynn Downes, Nayer Aguerd og Gianluca Scamacca.

„Þetta er nýtt skref fyrir mig að ganga til liðs við stórt félag eins og West Ham. Ég er í skýjunum með að vera hér og fá að vera hluti af þessu verkefni. Ég get ekki beðið eftir að koma mér af stað."

„Það verður magnað að spila fyrir framan 62,500 stuðningsmenn á London-leikvanginum. Ég spilaði hér með Burnley á síðasta tímabili og get ekki beðið eftir að upplifa það sem leikmaður West Ham,"
sagði Cornet.
Athugasemdir
banner
banner
banner