Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. ágúst 2022 20:08
Brynjar Ingi Erluson
Sævar Atli gerði jöfnunarmarkið í ótrúlegri endurkomu gegn Elíasi
Sævar Atli skoraði þriðja mark Lyngby
Sævar Atli skoraði þriðja mark Lyngby
Mynd: Per Kjærbye
Sævar Atli Magnússon gerði jöfnunarmark Lyngby í ótrúlegu 3-3 jafntefli gegn Midtjylland í dönsku úvalsdeildinni í kvöld en liðið lenti þremur mörkum undir í leiknum.

Elías Rafn Ólafsson stóð í marki Midtjylland í leiknum á meðan Sævar Atli byrjaði á bekknum hjá Lyngby.

Midtjylland náði þriggja marka forystu í fyrri hálfleik áður en Lyngby minnkaði muninn á 44. mínútu. Það gaf liðinu von.

Sævar Atli kom inná á 55. mínútu og sex mínútum síðar fengu heimamenn vítaspyrnu sem Mathias Krisensten skoraði úr.

Á 88. mínútu jafnaði síðan Sævar metin fyrir Lyngby og tryggði liðinu þar með stig. Mögnuð endurkoma fullkomnuð en þetta var annað stig liðsins í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.

Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens sem tapaði fyrir Randers, 1-0. Aron fór af velli á 60. mínútu en þetta var fyrsta tap liðsins í deildinni. Horsens er í 3. sæti með 7 stig.

Lærisveinar Brynjars Björns Gunnarsson í Örgryte gerðu 2-2 jafntefli við Eskilstuna í sænsku B-deildinni. Örgryte er í 15. sæti með 14 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner