Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. ágúst 2022 09:43
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Gróttu fékk þriggja leikja bann - „Ógnandi tilburðir gagnvart dómara leiksins"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chris Brazell, þjálfari meistaraflokks Gróttu í Lengjudeild karla, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann í Íslandsmóti. Er þetta niðurstaðan eftir aukafund aga- og úrskurðarnefndar sem fram fór í gær.

Á fundinum voru tekin fyrir atvik úr skýrslu eftirlitsmanns og dómara úr leik HK og Gróttu í Lengjudeild karla sem fram fór þann 27. júlí. í úrskurðinum segir að framkoma þjálfara meistaraflokks karla hjá Gróttu hafi verið "alvarleg og vítaverð og falið í sér ógnandi tilburði gagnvart dómara leiksins".

Fótbolti.net fjallaði um málið á sunnudag en HK vann umræddan leik 2-1. Erlendur Eiríksson dæmdi leikinn og fékk öryggisfylgd úr húsi. Brazell beið fyrir utan klefana í klukkustund eftir leik og vildi ná tali af Erlendi. Framkoma hans í garð starfsfólks HK var ekki til fyrirmyndar samkvæmt heimildarmanni Fótbolta.net.

Ásamt leikbanni þjálfara Gróttu var ákveðið að sekta Gróttu um 100 þúsund krónur.

Grótta er í fjórða sæti Lengjudeildarinnar en liðið heimsækir KV í kvöld. Brazell verður í banni í þeim leik og einnig í leikjum gegn Aftureldingu og Þrótti Vogum.
Athugasemdir
banner
banner
banner