Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. ágúst 2022 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Vieira: Færin sem við klúðruðum kostuðu okkur leikinn
Patrick Vieira
Patrick Vieira
Mynd: EPA
Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace á Englandi, var óánægður með færanýtingu leikmanna liðsins í 2-0 tapinu gegn Arsenal á Selhurst Park í kvöld.

Arsenal náði forystunni á 20. mínútu í gegnum Gabriel Martinelli en undir lok fyrri hálfleiksins fékk Palace færi til að jafna en Aaron Ramsdale gerði vel í markinu.

Eberechi Eze fékk svo dauðafæri til að jafna í byrjun síðari hálfleiks en Ramsdale sá við honum.

„Ég veit ekki hvort 2-0 sé verðskuldað fyrir Arsenal, því bæði lið sköpuðu sér ekki mikið af færum. Þessi tvö mörk sem við fengum á okkur voru léleg og þegar við fengum góð augnablik og vorum með meðbyr þá sköpuðum við tvö mjög góð færi til að komast aftur inn í leikinn en nýttum þau ekki. Það var mjög svo svekkjandi."

„Við vitum vel hversu gott lið Arsenal er og við horfðum á þá spila á undirbúningstímabilinu. Þeir spila fullir sjálfstrausts og það eru mikil gæði í þessu liði. Þú þarft að verjast vel sem lið og við gerðum það, sérstaklega í síðari hálfleiknum."

„Á sama tíma þá kostuðu þessi færi okkur leikinn. Þetta gerðist á mjög svo mikilvægum tímapunkti í leiknum. Færið sem Eze fékk í seinni hálfleiknum tildæmis. Við bjuggumst við að hann myndi skora því við vorum alls staðar á þeim. Ef þú skorar þarna, með stuðningsmennina á bakvið þig, þá hefði leikurinn orðið allt öðruvísi,"
sagði Vieira.
Athugasemdir
banner
banner
banner