Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mán 05. ágúst 2024 18:21
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið FH og Víkings: Heimir með tvær breytingar - Víkingar lítið að hvíla fyrir Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH og Víkingur eigast við í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. FH situr í 4. sæti eins og er, jafnir á stigum við Val sem er í 3. sæti. Víkingur er á toppi deildarinnar með 6 stiga forskot á næsta lið. Byrjunarliðin fyrir leikinn í kvöld hafa verið birt og þetta eru breytingarnar sem liðin gera á sínum síðasta leik.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir 2 breytingar á sínu liði en það eru Jóhann Ægir Arnarsson og Vuk Oskar Dimitrijevic sem koma inn í byrjunarliðið. Grétar Snær Gunnarsson meiddist í síðasta leik og er því ekki með, á meðan Úlfur Ágúst Björnsson sem var í byrjunarliðinu í síðasta leik er farinn til Bandaríkjanna í nám.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir 3 breytingar á sínu liði sem sigraði Egnatia í Albaníu síðasta fimmtudag. Það eru Jón Guðni Fjóluson og Valdimar Þór Ingimundarson sem fá sér sæti á bekknum en Pablo Punyed meiddist í þeim leik. Inn fyrir þá koma Helgi Guðjónsson, Danijel Dejan Djuric og Davíð Örn Atlason.


Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Arnór Borg Guðjohnsen
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
34. Logi Hrafn Róbertsson

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner