Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 05. ágúst 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Ligt byrjaður að æfa með Bayern
De Ligt og Mazraoui
De Ligt og Mazraoui
Mynd: Getty Images

Matthijs de Ligt, miðvöður Bayern Munchen, er mættur aftur til æfinga eftir langt sumarfrí. Hann fékk auka frí þar sem hann var með hollenska landsliðinu á EM.


Þessi 24 ára gamli miðvörður hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í sumar en United sárvantar miðvörð þar sem mikil meiðslavandræði eru að herja á liðið.

De Ligt hefur þegar náð munnlegu samkomulagi við Man Utd en félögin hafa ekki komist að samkomulagi um kaupverð.

Man Utd vill einnig fá bakvörðinn Noussair Mazraoui frá Bayern.


Athugasemdir
banner
banner
banner