Matthijs de Ligt, miðvöður Bayern Munchen, er mættur aftur til æfinga eftir langt sumarfrí. Hann fékk auka frí þar sem hann var með hollenska landsliðinu á EM.
Þessi 24 ára gamli miðvörður hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í sumar en United sárvantar miðvörð þar sem mikil meiðslavandræði eru að herja á liðið.
De Ligt hefur þegar náð munnlegu samkomulagi við Man Utd en félögin hafa ekki komist að samkomulagi um kaupverð.
Man Utd vill einnig fá bakvörðinn Noussair Mazraoui frá Bayern.
Athugasemdir