Atletico Madrid virðist vera fá ósk sína uppfyllta en Conor Gallagher hefur samþykkt að ganga til liðs við félagið frá Chelsea.
Chelsea samþykkti tilboð frá Atletico í síðustu viku en Gallagher tók sér góðan tíma í að hugsa málið. Fabrizio Romano greinir frá því að enski miðjumaðurinn sé búinn að taka ákvörðun og vilji fara til Spánar.
Atletico var farið að gera ráðstafanir ef Gallagher skyldi hafna tilboðinu en greint var frá því í gær að spænska félagið væri að íhuga að gera tilboð í Javi Guerra miðjumann Valencia.
Mörg önnur lið voru á eftir Gallagher en það var bara tvennt í stöðunni fyrir honum: Gera nýjan samning eða fara til Atletico.
Athugasemdir