Líkt og Kristján Óli Sigurðsson greindi frá á X-inu í gærkvöldi að þá er Mikael Nikulásson, hlaðvarpsfélagi Kristjáns, hættur hjá KFA. Þetta var hans annað tímabil með liðið en eftir að hafa verið hársbreidd frá því að komast upp í fyrra eru þeir í hörkuséns að fara upp í ár.
KFA staðfesti í dag að Mikael væri hættur með liðið og að Eggert Gunnþór myndi stýra liðinu út tímabilið.
Eggert Gunnþór Jónsson, nýráðinn spilandi þjálfari KFA, var spilandi aðstoðarþjálfari Mikaels til að byrja með en mun núna stýra liðinu út tímabilið eftir að Mikael hætti með liðið. Honum til aðstoðar verður hann Hlynur Bjarnason.
KFA er einu stigi frá Víking Ólafsvík sem eru í 2. sætinu en Austfirðingar eru sjálfir í 4. sæti 2. deildarinnar. Liðið er búið að tapa þremur leikjum í röð en í seinustu viku töpuðu þeir 3-1 gegn botnliði Reynis Sandgerði.
Liðið er þá einnig í 8-liða úrslitunum í Fótbolta.net bikarnum þar sem þeir mæta Augnablik í Kópavoginum annað kvöld.
KFA er nýtt félag sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar. Fyrsta tímabilið þeirra var árið 2022 en þá enduðu þeir í 10. sæti. Mikael Nikulásson tók við liðinu eftir það tímabil og voru þeir aðeins 6 mörkum frá því að komast upp í Lengjudeildina í fyrra.
Það vakti athygli í þriðja seinasta leik Mikaels var einungis Rikki G með honum á skýrslu þegar liðið mætti Víking Ólafsvík í Ólafsvík í sannkölluðum 6 stiga leik. Mikael var spurður út í það eftir Víkingsleikinn afhverju hann væri ekki með sjúkraþjálfara, liðstjóra eða eitthvað slíkt með sér.
„Þú verður að spurja einhvern annan en mig með það. Ég er bara einn hérna og það er enginn með mér. Það er bara staðreynd. Það er gott að hafa einhvern aðstoðarmann á bekknum. Ég er þjálfari liðsins og ráðinn sem þjálfari liðsins. Ég spurði hvort hann væri ekki til í að vera með mér á bekknum þar sem ég var gjörsamlega einn.“
Stjórn KFA þakkar Mikael fyrir hans störf og fyrir að koma KFA á kortið.
Tilkynning KFA: ‚Knattspyrnudeild KFA og Mikael Nikulásson hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem þjálfara meistaraflokks karla. Samið hefur verið við Eggert Gunnþór Jónsson aðstoðarþjálfara að taka að sér stjórn liðsins út leiktímabilið og mun Hlynur Bjarnason og verða honum til aðstoðar þann tíma. Stjórn KFA vill nota tækifærið og þakka Mikael kærlega fyrir vel unnin störf og sinn þátt í að koma KFA á kortið. Einnig óskum við honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Fyrir hönd stjórnar KFA Jóhann Ragnar Benediktsson, formaður‘