Mikael Nikulásson er hættur sem þjálfari KFA. Frá þessu segir Kristján Óli Sigurðsson, sem er líkt og Mikael, meðlimur í Þungavigtinni.
KFA tapaði gegn Reyni Sandgerði í síðustu umferð í 2. deild en það var þriðja tap liðsins í röð. KFA er með 25 stig í 4. sæti eftir 15 umferðir.
Mikael var á sínu öðru tímabili með liðið en KFA var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar en liðið hafnaði í 3. sæti með jafn mörg stig og ÍR sem hafnaði í 2. sæti.
Mikael tók við KFA eftir að hafa þjálfað Njarðvík í 2. deild sumarið 2020.
Mikael Nikulásson er hættur sem þjálfari KFA. Ræðum í Vigtinni á morgun. pic.twitter.com/jd0gQwg5Nl
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 4, 2024
Athugasemdir