Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mán 05. ágúst 2024 15:20
Sölvi Haraldsson
Leik HK og KR seinkað um einn dag - Framkvæmdir í Kórnum
Innipúkarnir.
Innipúkarnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikur HK og KR í Bestu deild karla, sem átti að fara fram á miðvikudaginn, hefur verið seinkað um einn dag vegna framkvæmda í Kórnum. Verið er að skipta um gervigras í Kórnum sem veldur seinkuninni.


HK er í 10. sæti deildarinnar og KR í 9. sætinu en það munar aðeins einu stigi á liðunum. HK er kaldasta lið deildarinnar á meðan KR hafa ekki unnið leik síðan 20. maí, í 7. umferð. Það eru 78 dagar síðan.

Leikurinn verður fyrsti leikur KR eftir að þeir réðu Óskar Hrafn sem aðstoðarþjálfara liðsins. Þetta er ekkert smá mikilvægur leikur fyrir Vesturbæinga en ef hann tapast verða þeir búnir að missa HK fram fyrir sig og að færast nær Vestra og Fylki sem eru í neðstu tveimur sætum deildarinnar.

Einnig er þetta mikilvægur leikur fyrir Kópavogsbúa en þeir voru að fá nýjan leikmann í vikunni. Danskan markvörð sem á að leysa Arnar Frey Ólafsson af í marki HK sem meiddist illa á dögunum í leik gegn Vestra.

Einn leikur fer fram í Bestu deild karla í dag þegar FH fær Víking Reykjavík í heimsókn.


Athugasemdir
banner
banner