Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mán 05. ágúst 2024 11:20
Sölvi Haraldsson
Solanke spilaði ekki í gær - ‚Myndi meika engan sens‘
Solanke spilaði ekki með Bournemouth.
Solanke spilaði ekki með Bournemouth.
Mynd: Getty Images

Bournemoth mætti Rayo Vallecano í gær þar sem Bournemouth vann 1-0 sigur. Luis Sinisterra skoraði sigurmarkið. Það vakti athygli að Dominic Solanke var ekki í hópnum hjá Kirsuberjunum.


Solanke hefur verið harðlega orðaður við lið eins og Tottenham en hann er með klásúlu í samningnum sínum hjá Bournemouth þar sem hann má fara á 65 milljónir punda. 

Spænski þjálfarinn Andoni Iraola ræddi fjarveru Solanke í æfingarleiknum við Sky Sports.

Hann mæddist á æfingu í vikunni. Honum er illt í fætinum og gat ekki klætt sig í skó í gær. Það myndi bara ekki meika neinn sens að spila honum þar sem hann er meiddur. Þetta hefur ekkert með það að gera að hann er orðaður við önnur lið, þetta myndi bara meka engan sens.‘ sagði stjóri Bournemouth eftir Rayo Vallecano leikinn.

Næsti leikur Bournemouth er gegn Girona en svo byrja þeir ensku úrvalsdeildina gegn Nottingham Forrest á City Ground.


Athugasemdir
banner
banner
banner