KSÍ hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag í 2. deild kvenna þar sem deildinni er skipt upp í þrjá parta. A, B og C úrslit en keppni 2. deild kvenna er lokið í tveimur hlutum.
Fyrri hlutinn er spilaður þannig að öll liðin spila einu sinni gegn hvoru öðru, alls 12 leikir á hvert félag.
Í seinni hlutanum er deildinni þrískipt. 1.- til 5. sætið fara í A úrslitin, 6.- til 9. sætin fara í B úrslitin og 10.- til 13. sætin fara í C úrslitin.
Efstu 5 liðin í fyrri hlutanum, eða liðin sem leika í A úrslitunum, keppa um tvö laus sæti í Lengjudeild kvenna. Félögin sem eru í B og C úrslitunum spila upp á ekki neitt nema sætin þar að neðan.
Stigin sem liðin voru með í fyrri hlutanum færast yfir alveg eins í þrískiptinguna. Í seinni hlutanum er tvöföld umferð á meðan hún var einföld í fyrri hlutanum.
Því leika liðin sem eru í efstu 5 sætunum í fyrri hlutanum alls 20 leiki yfir sumarið en félögin þar að neðan spila 18 leiki.
Það eru ÍH, Einherji, KR, Völsungur og Haukar sem eru í efstu fimm sætunum og leika í A úrslitum. Haukakonur eru efstar en Völsungskonur í 2. sæti á einu marki með KR í 3. sæti.
Fjölnir, KH, Augnablik og Sindri leika í B úrslitum.
Dalvík/Reynir, Álftanes, Vestri og Smári leika í C úrslitum.
Það verður spennandi að fylgjast með lokasprettinum í 2. deild kvenna og hvaða lið fara upp í Lengjudeildina.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Haukar | 12 | 10 | 1 | 1 | 58 - 18 | +40 | 31 |
2. Völsungur | 12 | 9 | 2 | 1 | 44 - 7 | +37 | 29 |
3. KR | 12 | 9 | 2 | 1 | 48 - 12 | +36 | 29 |
4. Einherji | 12 | 7 | 2 | 3 | 30 - 18 | +12 | 23 |
5. ÍH | 12 | 7 | 1 | 4 | 50 - 23 | +27 | 22 |
6. Fjölnir | 12 | 6 | 2 | 4 | 35 - 17 | +18 | 20 |
7. KH | 12 | 5 | 1 | 6 | 19 - 34 | -15 | 16 |
8. Augnablik | 12 | 5 | 0 | 7 | 26 - 37 | -11 | 15 |
9. Sindri | 12 | 3 | 2 | 7 | 27 - 57 | -30 | 11 |
10. Dalvík/Reynir | 12 | 2 | 3 | 7 | 15 - 45 | -30 | 9 |
11. Álftanes | 12 | 2 | 2 | 8 | 25 - 37 | -12 | 8 |
12. Vestri | 12 | 2 | 2 | 8 | 11 - 40 | -29 | 8 |
13. Smári | 12 | 0 | 2 | 10 | 7 - 50 | -43 | 2 |