Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 05. september 2015 18:17
Þórir Karlsson
Brynjar Gests: Lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð
Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðarbyggðar.
Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðarbyggðar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
BÍ/Bolungarvík og Fjarðarbyggð mættust á Torfnesvelli á Ísafirði í dag, þar sem liðin gerðu jafntefli 2-2. Gestirnir lentu 2-0 undir í fyrri hálfleik, en náðu að jafna metin í þeim seinni

Fótbolti.net fékk Brynjar Gestsson þjálfara liðsins í viðtal eftir leikinn.

„Já miðað við fyrri hálfleikinn hjá okkur, 2-0 undir í hálfleik og við komum, hvenær mættum við til leiks? 54 mínútu sirka, 55 en fram að því þá vorum við náttúrulega bara eins og, ég veit það ekki, einhverjir jólajeppar hérna, mættum hérna voðalegir töffarar og ætluðum að gera eitthvað að viti, fylgja síðasta leik, en við vorum svo sannarlega ekki á leiðinni að gera nokkurn skapaðan hlut, lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð hjá Fjarðarbyggð síðan ég byrjaði.“ Sagði Brynjar er hann var spurður hvort hann væri sáttur.

Er Brynjar var spurður hvort þetta hefði einfaldlega bara verið vanmat hafði hann eftirfarnandi að segja:

„Nei, þú veist við getum ekki vanmetið þá hvernig sem taflan segir. Ég meina við spiluðum við þá í fyrri umferðinni og þeir voru mjög góðir þá og þetta er vel spilandi lið, hættuelgir, náttúrulega með góða leikmenn innanborðs og nei nei, við vanmátum þá alls ekki, eða allavega ef það hefur verið einhver sem hefur gert það innan liðsins hjá okkur getur hann bara farið í eitthvað annað lið.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.

Athugasemdir