Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 05. september 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Brynjólfur Darri: Ég er betri en Willum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vísir birti í kvöld skemmtilegt innslag með bræðrum tveimur. Willum Þór og Brynjólfur Darri voru í spjalli við Arnar Björnsson í Víkinni í dag.

Bræðurnir eru synir Willums Þór Þórssonar, fyrrum knattspyrnumanns, þjálfara og núverandi þingmanns.

Bræðurnir eru í hópi íslenska U-21 árs landsliðsins sem mætir Lúxemborg klukkan 17:00 á morgun.

Willum Þór leikur með BATE í Borisov og Brynjólfur er leikmaður Breiðabliks.

Arnar spurðir Brynjólf, sem er yngri bróðirinn, hvort eldri bróðirinn væri fyrirmyndin hans.

„Það er hægt að líta upp til hans en annars einbeiti ég mér bara að sjálfum mér," sagði Brynjólfur og var í kjölfarið spurður að því hvort hann vildi verða betri bróðirinn.

„Já, ég er það," sagði Brynjólfur fullur sjáftrausts. Þetta og sitthvað fleira úr spjalli Arnars við þá bræður má sjá og heyra hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner