Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   mán 05. september 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA að selja Nökkva til Belgíu - Fer í læknisskoðun í kvöld
Nökkvi hefur raðað inn mörkunum í sumar
Nökkvi hefur raðað inn mörkunum í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður KA, er að ganga í raðir belgíska félagsins Beerschot. Félagið kom með spennandi tilboð í Nökkva í gær og félögin hafa náð saman sín á milli. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fótbolta.net í dag. Glugginn í Belgíu lokar annað kvöld.

Beerschot spilar í næst efstu deild í Belgíu líkt og Lommel sem Kolbeinn Þórðarson spilar með og Lierse sem Sebastiaan Brebels spilar með. Brebels var seldur til Lierse frá KA í sumar.

Nökkvi er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, hefur skorað sautján mörk í tuttugu leikjum í sumar og er með fimm marka forskot á næstu menn í baráttunni um gullskóinn.

Nökkvi er samningsbundinn KA út tímabilið 2024 og því ljóst að belgíska félagið er að kaupa markaskorarann. KA var í viðræðum við belgíska félagið og varð Nökkvi eftir á höfuðborgarsvæðinu eftir leik KA við Fram í gærkvöldi, hann er nú á leið til Belgíu og fer í læknisskoðun í kvöld.

KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umfeðrir eru eftir af deildarkeppninni. Í kjölfarið tekur við fimm leikja úrslitakeppni. Beerschot er eftir fjórar umferðir í 2. sæti næst efstu deildar í Belgíu með sjö stig.

Nánar var rætt við Sævar Pétursson og birtist viðtal við hann innan skamms.

Sjá einnig:
Arnar og Jói Kalli, eruð þið ekki örugglega að horfa?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner