Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
mánudagur 24. júní
2. deild karla
miðvikudagur 19. júní
Besta-deild karla
Fótbolti.net bikarinn
Lengjudeild karla
mánudagur 17. júní
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 14. júní
miðvikudagur 12. júní
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 11. júní
Mjólkurbikar kvenna
Mjólkurbikar kvenna 8-liða úrslit
mánudagur 10. júní
Vináttulandsleikur
sunnudagur 9. júní
Mjólkurbikar karla
föstudagur 7. júní
Vináttulandsleikur
Lengjudeild karla
fimmtudagur 6. júní
2. deild karla
Lengjudeild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 5. júní
þriðjudagur 4. júní
Landslið kvenna - Undankeppni EM
mánudagur 3. júní
Besta-deild karla
miðvikudagur 29. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 27. maí
Besta-deild karla
þriðjudagur 21. maí
Besta-deild karla
mánudagur 24. júní
Copa America
Úrúgvæ 3 - 1 Panama
Vináttulandsleikur
Chile U-20 0 - 0 Ecuador U-20
mán 22.ágú 2022 23:52 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Arnar og Jói Kalli, eruð þið ekki örugglega að horfa?

Nökkvi Þeyr Þórisson, 22 ára gamall Dalvíkingur, hefur risið upp og verið óvænt stórstjarna í Bestu deildinni í sumar.

Eftir að hann skoraði þrennu gegn Stjörnunni í gær þá er Nökkvi að stinga af í baráttunni um markakóngstitilinn, eitthvað sem enginn hefði giskað á fyrir mót.

Hann er kominn með 16 mörk og á svo sannarlega möguleika á því að jafna eða bæta markametið áður en deildin skiptist - allavega í ljósi þess hvernig hann hefur verið að spila. Markametið er 19 mörk.

Barnastjörnur á Dalvík
Fyrsta fréttin um Nökkva og tvíburabróður hans - Þorra Mar - hér á Fótbolta.net birtist árið 2013.

„Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórissynir eru á leið til FC Kaupmannahafnar þar sem þeir munu æfa með unglingaliði félagsins í viku í byrjun ágúst," segir í fréttinni.

„Aðdragandinn var sá að Barna-og unglingaráð Dalvíkur sendi Nökkva í knattspyrnuskóla KSÍ á Laugarvatni um miðjan júní og þar vakti hann athygli íslensks umboðsmanns og útsendara FCK."

Hægt er að lesa fréttina með því að smella hérna.


Tvíburabræðurnir.

Það má segja að Nökkvi og Þorri - sem er bakvörður í liði KA - hafi verið barnastjörnur á Dalvík. Þeir vöktu athygli fyrir mikla fótboltahæfileika þegar þeir voru ungir að árum. Þeir fóru til Hannover í Þýskalandi þar sem þeir voru saman í unglingaliðunum. Nökkva tókst meðal annars að skora á móti Manchester United á tíma sínum hjá félaginu.

Fyrir sumarið 2018 sneru þeir aftur heim eftir dvöl í Þýskalandi. Þeir sömdu við Dalvík/Reyni og fóru strax inn í mikilvægt hlutverk. Nökkvi skoraði tíu mörk er Dalvíkingar unnu 3. deildina og var hann valinn í lið ársins.

Þeir bræður vöktu athygli hjá félögum í efstu deild og fóru til að mynda á reynslu til FH, en þeir völdu að lokum að semja nálægt heimahögunum - við KA.

Nökkvi Þeyr gerði sitt fyrsta mark í efstu deild í maí 2019 er hann skoraði í sigri á ÍBV.Sjá einnig:
Í fótspor föður og frænda

Ótrúlegt stökk
Árið 2019 lék Nökkvi alls 17 leiki í deild og skoraði tvö mörk. Hann var mest í því að koma inn af bekknum og spilaði alls 437 mínútur yfir sumarið. Hann var einu sinni í byrjunarliði en kom oftast inn á sem varamaður af öllum leikmönnum deildarinnar.

„Mér fannst ég hafa átt skilið í fyrra að spila fleiri mínútur en það er auðvitað af því ég vil spila alla leiki. Það er margt sem ég get bætt sem leikmaður og Óli [Stefán Flóventsson] þjálfari er að hjálpa mér að vinna í þeim punktum. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt þá væri það að ég þarf að bæta mig í loftinu finnst mér," sagði Nökkvi í samtali við Sæbjörn Steinke fyrir sumarið 2020.

Fyrir tímabilið 2020 átti Nökkvi að fá stærra hlutverk og hann byrjaði leiktíðina á því að skora í 3-1 tapi gegn ÍA. Það var eina mark hans það tímabilið. Hann endaði á því að spila færri mínútur, alls 257 mínútur það sumar. Hann ristarbrotnaði tvisvar og var mikið frá vegna meiðsla.Í fyrra náði hann svo að taka skref fram á við; hann spilaði 19 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Hann náði alls að leika 960 mínútur í deild og bikar.

Í sumar hefur hann svo tekið ótrúlegt stökk, hann er búinn að skora 21 mark og leggja upp sjö í 20 leikjum í deild og bikar. Hann er alls búinn að leika 1820 mínútur í sumar.

Færður yfir og hefur blómstrað þar
Í fyrra lék Nökkvi mikið á hægri kantinum þar sem hann var ekki alveg að finna sig nægilega vel.


Hitakort Nökkva í fyrra.

Segja má að í ár sé hann búinn að finna sína stöðu á vellinum, þar sem honum líður best.

Arnar Grétarsson og Hallgrímur Jónasson færðu Nökkva út vinstra megin og þar er hann búinn að blómstra.


Hitakort Nökkva í ár.

Öll tölfræði sem skiptir máli fyrir framherja er betri hjá Nökkva í ár en hún var í fyrra. Lítum fyrst bara á mörk og stoðsendingar.Hann er búinn að breytast í svokallaðan 'inside forward' í sumar. Mögulega er hægt að þýða það sem innherja á íslensku. Það er mikið um það í nútímafótbolta að kantmenn dragi sig inn á völlinn og búi þannig til möguleika fyrir sjálfa sig og aðra í kring. KA er mikið að vinna með þetta og fá þannig bakverðina upp í víddina.

Nökkvi er svo gott sem búinn að fullkomna þessa listgrein í íslenska boltanum.


Í leiknum gegn Stjörnunni í gær. Hann fær boltann út við línu, nær í hann og dregur sig inn á völlinn. Sjálfstraustið er í botni og hann ákveður að fara í skot.

Ekki galin tilraun, boltinn fór rétt fram hjá.

Nökkvi er núna að nota sinn sterkari fót í betri stöðum en í fyrra og hann er líka að spila aðeins sóknarsinnaðara hlutverk. Hann er að fara í færri varnareinvígi en er þess í stað að fá boltann ofar á vellinum. Við sáum það talsvert í gær að það var leitað til hans ofarlega á vellinum og hann - með sjálfstraustið í botni - fékk að gera það sem hann gerir best: Að keyra á vörnina.

Það er örugglega ekki þægilegt að fá Nökkva á sig; hann er með flotta tækni, er snöggur, er góður á litlu svæði, með góða yfirsýn og ákvarðanartakan hefur batnað til muna.

Þegar litið er á vinstri kantmenn deildarinnar þá er það Nökkvi sem á langflest skot, það er mikið leitað til hans og það er ekki skrítið því hann breytir rúmlega 20 prósent af tilraunum sínum í mörk. Hann er frábær í því að slútta færum eins og hann hefur sýnt í sumar.

Hann er með frábæran hægri fót sem lið þurfa að fara að leggja sérstaka áherslu að loka á.

Frábært dæmi um það er leikur gegn ÍA á dögunum þar sem hann skoraði tvö glæsileg mörk.Nökkvi er ekki sérlega mikið að gefa fyrir markið miðað við aðra kantmenn en er þess í stað mikið að rekja boltann, hann er með 7,62 knattrök í leik og þar af eru 55,07 prósent heppnuð hjá honum. Aðeins Ísak Andri Sigurgeirsson og Stefán Árni Geirsson eru meira í því að rekja boltann í hverjum leik.

Það sýnir hversu mikið KA leggur upp úr því að Nökkvi fari á vörnina og líka hversu mikið sjálfstraust hann er með akkúrat núna. Það er styrkleiki hjá honum að vera með boltann í fótunum.

Það sem er kannski áhugaverðasta tölfræðibætingin hjá Nökkva er að hann er með mun fleiri snertingar inn í teig en í fyrra. Hann er með 6,07 snertingar inn í teig að meðaltali í leik. Af vinstri kantmönnum deildarinnar eru tveir fyrir ofan hann en þeir hafa spilað mun minna.

Það að hann sé að mæta inn í teig, það er að skila honum mörkum eins og sást í gær.


Fín sókn hjá KA endar með því að Nökkvi fær boltann inn í teig. Hann færir sig yfir á hægri fótinn og lætur vaða. Hann hefur sýnt það í sumar að hann er frábær slúttari og þessi bolti söng auðvitað í netinu.

Ekki bara að skora mörk
Það er mjög auðvelt að líta bara í mörkin hjá Nökkva en hann er að gera svo margt fleira jákvætt. Hann er aðalvopnið í sóknarleik KA.

Hann er ótrúlega góður í því að vinna á litlu svæði og þegar hann er með boltann þá er alltaf mikil hætta. Nökkvi er ekki bara að horfa á markið því hann er líka búinn að leggja upp sjö mörk í sumar.


Hérna er Nökkvi með boltann í leiknum gegn Stjörnunni í gær. Hann dregur sig inn á völlinn og er með fjölmarga möguleika í kringum sig.


Hann horfir upp og á geggjaða sendingu inn á Hallgrím sem skorar.

Þegar skoðaðar eru lykilsendingar á hverjum 90 mínútum þá er Nökkvi í öðru sæti af vinstri kantmönnum með 1,1 að meðaltali í leik. Sigurður Egill Lárusson sem hefur spilað talsvert færri mínútur í sumar er sá eini sem er fyrir ofan hann. Það sýnir hversu öflugur sendingamaður hann er líka og hversu vel hann sér völlinn.

Þegar hann er kominn á síðasta þriðjung þá er enginn betri en hann - af vinstri kantmönnum - í því að finna liðsfélagana. Af þeim sendingum sem hann sendir á síðasta þriðjungi vallarins þá eru 89,66 prósent heppnaðar og þá eru 73,77 prósent af sendingum hans inn í vítateig heppnaðar.Aukaæfingin skapar meistarann
Nökkvi hefur auðvitað verið mikið spurður út í það í sumar hvenig hann hefur farið að því að bæta sig svona mikið.

Hann hefur talað hátt um aukaæfinguna, þá vinnu sem hann hann hefur lagt á sig á meðan aðrir eru að gera eitthvað allt annað.

„Það er bara mjög einfalt; aukaæfingin. Gera réttu hlutina og þessi smáatriði. Í stuttu orði aukaæfingin," sagði Nökkvi í samtali við Vísi fyrir stuttu.

Skot, slútt, sendingar, snerpa... Nökkvi er búinn að bæta sig í þessum þáttum. En það sem hann virðist líka hafa mikið unnið með er fótboltagreind. Hann er að taka betri ákvarðanir til að hjálpa sínu liði og er gríðarlega gáfaður fótboltamaður.

Sjáum dæmi hérna hvernig hann býr til pláss fyrir sjálfan sig.


Í leik gegn Keflavík. Nökkvi er búinn að draga sig inn á vellinum og er að vinna í svæði á milli varnar og miðju.


Í staðinn fyrir að standa kyrr, þá hreyfir hann sig í svæði á milli bakvarðar og miðvarðar. Hann býr þannig til vandamál sem vörnin er ekki nægilega fljót að átta sig á að sé til staðar.


Sendingin kemur og Nökkvi fær boltann á ágætis stað í teignum. Hann kemur upp fyrir og leggur upp mark. Það var þessi hreyfing hans sem bjó til markið.

Hann er farinn að skilja leikinn betur og er greinilega að hlaupa betur. Hann er minna rangstæður en hann var í fyrra, mun minna.

Það eru svona hlutir sem koma með aukaæfingunni, sem koma af því þú leggur meira á þig en hinir.

Ef það er eitthvað eitt sem Nökkvi getur enn bætt við sinn leik, þá er það að bæta sig í loftinu. Hann er með hæð og líkamsbyggingu í það að vera frábær skallamaður en hefur aðeins unnið tæplega 32 prósent af skallaeinvígum sínum í sumar.

Hvaða leikmönnum er hægt að líkja við Nökkva?
Undirritaður ákvað að nýta tölfræði frá WyScout til þess að skoða hvaða leikmönnum í fimm stærstu deildum Evrópu væri hægt að líkja Nökkva við. Nokkrir komust inn á listann út frá ýmsum þáttum sóknarlega.Enginn af þessum leikmönnum er búinn að vera eins klinískur fyrir framan markið og Nökkvi, en það er hægt að finna ýmsa svipaða þætti með öllum þessum leikmönnum. Þeir eru allir framherjar sem hafa verið að spila úti vinstra megin og eru með sterkan hægri fót.

Mögulega er besta dæmið hérna Rafael Leao, framherji AC Milan á Ítalíu.


Samanburður á Nökkva og Leao.

Þeir eru báðir hávaxnir og góðir tæknilega séð, góðir á litlu svæði. Þeir eru báðir góðir í að rekja boltann og gera það mikið. Þeir eru báðir með mikið af lykilsendingum og leggja upp mikið af mörkum. Helsti munurinn á þeim er sá að Nökkvi hefur verið sterkari fyrir framan markið.

Það skal þó tekið fram að það er auðvitað mikil munur á ítölsku deildinni og þeirri íslensku. Þetta er eingöngu til gamans gert.


Rafael Leao.

Nökkva í landsliðið?
Það hefði verið auðvelt að hengja haus þegar hann var mikið að byrja á bekknum eða þegar hann ristarbrotnaði tvisvar á skömmum tíma. Það hefði verið svo auðvelt að vorkenna sjálfum sér og gera ekkert annað í því.

En Nökkvi gerði það ekki, hann gafst ekki upp - heldur lagði hann enn meira á sig.

Og það er að skila sér svo augljóslega. Hann er aðalmaðurinn í liði KA sem getur leyft sér að dreyma um tvennu, sérstaklega eftir frábæran sigur í gær þar sem Nökkvi skoraði þrennu og lagði upp eitt.

Nökkvi á aðeins einn unglingalandsleik að baki en ef Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson, landsliðsþjálfarar, hafa verið að fylgjast með þá hlýtur hann að gera tilkall í næsta landsliðshóp fyrir verkefnið í september.


Landsliðsþjálfararnir.

Það eru allavega fáir íslenskir leikmenn með jafnmikið sjálfstraust og Nökkvi Þeyr akkúrat núna. Hann er líka bara með mikil gæði sem gætu nýst í landsliðinu.

Það væri góð gulrót fyrir alla þá vinnu sem hann hefur lagt á sig. Önnur gulrót er atvinnumennskan sem kallar á hann eftir tímabil, en áður en það gerist þá hlýtur stefnan að vera sú að enda titlaþurrðina í fótboltanum fyrir norðan. Það væri kannski stærsta gulrótin af þeim öllum - ef það verður að veruleika.

Sjá einnig:
Töpuðu landsliðsmanni úr hjartanu en eru samt með bestu vörnina
Athugasemdir
banner
banner