Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fim 05. september 2024 14:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands spurði út í Gylfa
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Taylor hér til vinstri.
Daniel Taylor hér til vinstri.
Mynd: Getty Images
Einn virtasti fótboltablaðamaður Englands, Daniel Taylor, var óvænt mættur á fréttamannafund íslenska landsliðsins í Laugardalnum í dag.

Taylor starfar fyrir The Athletic sem er í dag hluti af New York Times.

Hann hefur hlotið mörg verðlaun fyrir skrif sín en á fundinum í dag spurði hann út í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals. Svo virðist sem hann sé að vinna í grein um endurkomu Gylfa í fótboltann.

„Hann lítur vel út eins og alltaf, enda góður fótboltamaður," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, um Gylfa. „Hann er með fótboltann í löppunum, í höfðinu, kann að hreyfa sig og finna pláss. Við viljum nota það. Hann veit alveg hvernig við viljum spila og það hentar honum vel."

„Gylfi er einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur átt. Ég fylgdist með honum áður og líka þegar ég þjálfaði Danmörku. Gylfi skoraði þá gegn okkur. Ég hef fylgst vel með Íslandi og honum gegnum ferilinn í Englandi og veit hvaða hæfileika hann hefur. Hann hefur þá ennþá. Við reynum að koma honum inn í það hvernig við viljum spila. Hann hefur spilað með þessum mörgum af þessum leikmönnum í gegnum tíðina, Jóhanni (Berg Guðmundssyni) hvað mest. Hann mun hjálpa íslenska liðinu mikið."

Gylfi er núna að snúa aftur í íslenska landsliðið eftir tíu mánaða fjarveru en hann hefur leikið afar vel með Val í sumar. Hann bætti markamet landsliðsins gegn Liechtenstein í fyrra en þá var hann að snúa til baka eftir enn lengi fjarveru.

„Gylfi er frábær leikmaður sem getur nýst okkur gríðarlega vel. Það skiptir máli í svona verkefni að hafa reynslumikla menn sem hafa gert þetta og farið á stórmót, gert það sem hann hefur gert fyrir íslenskan fótbolta. Hann lyftir öllum í kringum sig og heldur mönnum á tánum. Menn vilja sanna sig fyrir manni eins og Gylfa. Það er gott að nýta krafta hans eins lengi og við getum," sagði Jóhann Berg Guðmundsson á fundinum en hann og Gylfi hafa lengi verið saman í landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner