banner
   lau 05. október 2019 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ákvörðunin tekin í nótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ljómandi gott að vera orðinn Bliki. Fínt að vera blár en það er engum blöðum um það fletta að þetta er gott starf," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Breiðabliks í upphafi samtals síns við þá Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag.

Sjá einnig: Óskar Hrafn ráðinn þjálfari Breiðabliks (Staðfest)

Óskar var spurður um aðdragandann að ráðningunni og hvernig þankagangur hans hafi verið undanfarnar vikur.

„Þetta á sér styttri aðdraganda en menn hafa viljað veðri vaka í fjölmiðlum. Viðræður hófust rétt fyrir helgina."

„Það var ekkert annað í myndinni en að klára samnnginn við Gróttu. Þankagangurinn var alltaf að taka slaginn áfram. Svo kemur Breiðablik og þá voru tvö ólík verkefni sem þurfti að velja á milli. Annað var tengt mér tilfinningalega og hitt var öðruvísi."

„Við settum hjarta okkar og sál í verkefnið og það var erfitt að slíta strenginn sem hafði myndast."

„Ég tók ákvörðun í nótt einhver tímann. Þetta er ákvörðun sem var mér mjög erfið en á endanum fylgir maður því sem hjartað segir."


Óskar kom inn á að bæði lið buðu rausnarlega.

„Það sem Grótta bauð mér var mjög rausnarlegt og flott. Blikar gerðu það sama. Eins erfitt og þetta var að taka ákvörðunina þá líður mér mjög vel með ákvörðunina."

Óskar Hrafn staðfesti að hann verður í fullu starfi hjá Blikum og tjáði sig um félagið.

„Þetta er eitt stærsta lið landsins með sterkt innra skipulag. Ég tel mig geta vaxið sem þjálfara. Stefnan hjá Blikum er að nota unga menn sem svipar til þess sem ég gerði með Gróttu."

„Þetta er eitt flottasta lið landsins sem er spennandi fyrir metnaðarfulla menn."

Óskar Hrafn snerti einnig á kröfunum sem settar eru á þjálfara. Stanslaust sé verið að meta gengi liðanna í stað þess að líta yfir lengri tímabil.

„Það eru miklar kröfur í Kópavoginum sem ég geri mér grein fyrir. Ég trúi því að ef menn leggja sig fram í sínu starfi þá uppskeri þeir."

Óskar staðfesti einnig að ekki væri búið að ráða aðstoðarþjálfara en viðtalið má heyra hér að neðan.
Óskar Hrafn um nýtt verkefni sitt hjá Breiðabliki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner