Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. október 2020 18:38
Ívan Guðjón Baldursson
Rachid Ghezzal lánaður til Besiktas (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Leicester City borgaði um 14 milljónir evra fyrir alsírska kantmanninn Rachid Ghezzal þegar hann kom frá AS Mónakó sumarið 2018.

Ghezzal spilaði 23 leiki fyrir Leicester og skoraði 3 mörk en tókst ekki að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu. Hann var því lánaður til Fiorentina í fyrra en náði sér ekki á strik þar heldur.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Leicester og mun verja næsta ári á láni hjá Besiktas í Tyrklandi.

Ghezzal er 28 ára og á 16 leiki að baki fyrir Alsír. Hann mun berjast við menn á borð við Georges-Kevin Nkoudou, Gökhan Töre og Jeremain Lens um byrjunarliðssæti hjá Besiktas, sem endaði í þriðja sæti tyrknesku deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner