Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 05. október 2020 18:38
Ívan Guðjón Baldursson
Rachid Ghezzal lánaður til Besiktas (Staðfest)
Leicester City borgaði um 14 milljónir evra fyrir alsírska kantmanninn Rachid Ghezzal þegar hann kom frá AS Mónakó sumarið 2018.

Ghezzal spilaði 23 leiki fyrir Leicester og skoraði 3 mörk en tókst ekki að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu. Hann var því lánaður til Fiorentina í fyrra en náði sér ekki á strik þar heldur.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Leicester og mun verja næsta ári á láni hjá Besiktas í Tyrklandi.

Ghezzal er 28 ára og á 16 leiki að baki fyrir Alsír. Hann mun berjast við menn á borð við Georges-Kevin Nkoudou, Gökhan Töre og Jeremain Lens um byrjunarliðssæti hjá Besiktas, sem endaði í þriðja sæti tyrknesku deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner