Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Roma hefur 20 mínútur til að ganga frá Smalling
Mynd: Getty Images
Félagaskipti Chris Smalling til AS Roma geta enn orðið að veruleika þar sem félögin virðast loks hafa náð samkomulagi um kaupverð.

Roma mun greiða um 20 milljónir evra fyrir Smalling sem gerði frábæra hluti að láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.

Paulo Fonseca, þjálfari Roma, hefur miklar mætur á Smalling og hann sárvantar annan miðvörð fyrir krefjandi tímabil í miðjum heimsfaraldri.

Félögin hafa verið í viðræðum í allt sumar án þess að komast að samkomulagi. Núna virðast hlutirnir þó loks vera að gerast en Roma hefur aðeins 20 mínútur til að ganga frá skiptunum þar sem glugginn á Ítalíu lokar klukkan 20:00 að staðartíma, eða 18:00 hér.

Smalling, sem verður 31 árs í nóvember, hefur spilað yfir 300 leiki fyrir Man Utd og á 31 landsleik að baki fyrir England.
Athugasemdir
banner
banner
banner